top of page

Um Mannkennd 

Mannkennd gefur út barnabækur 

um fötlunarfjölbreytileikann

Við ætlum að skapa fjölbreytta barna bókaflóru sem sýnir líf fatlaðra barna í jákvæðu ljósi, styrkleika þeirra og hæfni en einnig áskoranir.

 

Með þessum bókum verður lögð áhersla á að fagna fjölbreytileikanum og rjúfa staðalmyndir um fatlaða, bjóða upp á persónur og sögur sem fötluð börn geta samsamað sig við og ófatlaðir lesendur geta skilið og lært af. Markmið okkar er að bækurnar stuðli að fræðslu, skilning og samkennd. 

​

Nafnið Mannkennd er tilbúið og samsett úr orðunum mannleg og samkennd. Okkar leiðarljós er að sýna mannlegu hliðar fötlunar og stuðla að samkennd. 

Book Pages
IMG_4329.jpg

Sagan okkar

Hugmyndin að stofnun Mannkenndar er hluti af réttindabaráttu fyrir dóttur okkar sem er mikill lestrarhestur og fór að spyrja hvort það væru til bækur um krakka með flogaveiki eða einhverfu eins og hún.

 

Mikill skortur er á barnabókum þar sem aðalpersónan er fötluð og sýnd í jákvæðu ljósi. Við teljum ríka þörf á slíkum bókum á íslenskum barnabókamarkaði og ákváðum því að fara í þessa vegferð að þýða og gefa út vandaðar erlendar barnabækur. 

​

bottom of page